07.05.1926
Efri deild: 69. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 248 í D-deild Alþingistíðinda. (2965)

86. mál, rýmkun landhelginnar

Jónas Jónsson:

Jeg vil skýra tvent fyrir hv. þm. Vestm. (JJós).

Umvending hans í þessu máli hlýtur að vera ný. Árið 1924 lýsti hv. þm. Barð. (HK) því átakanlega, að verstu landhelgisbrjótarnir væru Íslendingar. Og því hefir ekki verið mótmælt, að þessum lögbrotum er stjórnað úr landi með loftskeytum.

Í öðru lagi er hv. þm. (JJós) ekki ljóst, hvernig friðuninni á Morayfirði er háttað. Hann hjelt, að fjörðurinn væri friðaður fyrir öllum þjóðum. Ónei, hann er aðeins friðaður fyrir Englendingum sjálfum. Á þennan hátt mætti auðvitað friða Faxaflóa fyrir Íslendingum, og þarf engan að spyrja leyfis til þess.

Þegar hv. þm. (JJós) hefir athugað þetta, þætti mjer gaman að fá skýringu hans á því, hver nauðsyn sje að gera út þennan legáta til Englands.