07.05.1926
Efri deild: 69. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 248 í D-deild Alþingistíðinda. (2966)

86. mál, rýmkun landhelginnar

Jóhann Jósefsson:

Hv. 3. landsk. (JJ) hefir ekki gefið mjer upplýsingar um neitt það, er jeg vissi ekki áður.

Jeg talaði ekki mikið um friðun Morayfjarðar. Jeg vissi betur og fyr en hv. þm. (JJ), hvernig henni er háttað. Það er öllum vitanlegt, að Englendingar geta ekki bannað útlendingum veiðar í þeim firði utan landhelgi. En af hverju sem það er, þá er nú svo komið, að það er fátítt, að skip sjáist að veiðum í þeim firði.

Jeg tek þetta fram meðfram til þess að sýna fram á, að hv. 3. landsk. (JJ) er ekki svo kunnugur þessum málum sem hann lætur, og er kynlegt, að hann skuli vera með aðdróttanir til annara um fáfræði í máli, sem hann veit sjálfur minst um allra hv. deildarmanna.