16.02.1926
Efri deild: 7. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 862 í B-deild Alþingistíðinda. (302)

11. mál, raforkuvirki

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Jeg skal ekki hafa mörg orð um þetta frv. Það er tekið fram í nefndarálitinu, að undanfarin 2 ár hafi ekki verið til lög um þetta efni, og fjellst allshn. á, að nauðsynlegt væri, að til sjeu lög um raforkuvirki, þar sem annað afl er notað en vatnsafl. Nefndin leggur því til, að frv. verði samþykt með örlitlum breytingum.

Fyrsta brtt. nefndarinnar er við 4. gr. frv. Þar leggur nefndin til, að á eftir orðunum „og má þá“ bætist inn í: er 4/5 hlutar leyfistímans eru liðnir. Nefndinni virðist lítil ástæða til að veita einkaleyfi um vist árabil, ef hægt er svo að taka það af þegar á næsta ári, eða áður en leyfishafi hefir haft nokkur veruleg not af því.

Þá er orðabreyting við 6. gr. Þykir nefndinni fara betur á því, að í staðinn fyrir „miður búin tryggingum“ komi: miður trygg.

3. brtt. er við 7. gr. Nefndin vill bæta inn í greinina ákvæðum um sektir, alt að 500 krónum. Í frv. er ekkert ákvæði um sektir. Í þessari sömu grein er vísað til 6. gr. í stað 5. gr.

Ennfremur eru í frv. 2 prentvillur, sem munn verða leiðrjettar í prentuninni.