12.05.1926
Neðri deild: 77. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 296 í D-deild Alþingistíðinda. (3034)

123. mál, launauppbót símamanna

Flm. (Jakob Möller):

Jeg er alveg hissa á þessum undirtektum hæstv. atvrh. (MG). Það er beint játað með því, hvernig þáltill. er fram komin, að hún geti eigi skoðast sem útgjaldaskipun, heldur aðeins sem yfirlýstur vilji háttv. deildar. Og það er algerlega á valdi hæstv. stjórnar, hvort hún greiðir þessa uppbót, í von um samþykki þingsins síðar meir. Menn mega ekki halda, að jeg viti ekki, hvernig á að bera fram þáltill. um útgjöld úr ríkissjóði. Þær eru stílaðar sem ályktun Alþingis. Jeg vil leyfa mjer að beina þeirri spurningu til hæstv. forseta, hvort nokkuð sje það í þingsköpum, er banni slíka áskorun sem þessa.