12.05.1926
Neðri deild: 77. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 298 í D-deild Alþingistíðinda. (3038)

123. mál, launauppbót símamanna

Hákon Kristófersson:

Jeg ætla ekki að fara að setja neitt út á þáltill. En jeg vil spyrja, hvernig á því stendur, að hún skuli koma fram nú, rjett eftir að búið er að samþykkja fjárlögin. Því var þessi útgjaldaauki ekki settur í fjárlögin? (TrÞ: Hann stendur þar fyrir næsta ár). Það, sem hv. þm. Str. (TrÞ) sagði um fyrirframgreiðslurnar í 18. gr. fjárlaganna, þá er það óvíst, að stjórnin hafi heimild til að greiða þær. Heimildin kemur ekki fyr en á eftir, að fjárlögin eru gengin í gildi.