14.05.1926
Neðri deild: 78. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 301 í D-deild Alþingistíðinda. (3044)

123. mál, launauppbót símamanna

Árni Jónsson:

Jeg skal geta þess fyrir mitt leyti, að jeg mun greiða atkv. með till., eftir þeim skilningi, er felst í orðalagi hennar. Og jeg sje ekki, að stjórnin geti skorast undan að greiða þetta, ef þingið samþ. það.

Jeg hygg, að þessi flokkur manna sje einna verst haldinn af opinberum starfsmönnum. Þeir þurfa mikinn undirbúning undir starf sitt. Og þótt laun starfsmanna í stjórnarráðinu sjeu ekki mikil, þá eiga þeir hægra með að fá sjer aukabitlinga og bera því meira úr býtum.

Jeg vil mælast til þess, að hæstv. stjórn taki við till. eins og hún er orðuð.