14.05.1926
Neðri deild: 78. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 306 í D-deild Alþingistíðinda. (3054)

128. mál, réttur erlendra manna til þess að leita sér atvinnu á Íslandi

Atvinnumálaráðherra (MG):

Það er alls ekki víst, að aðeins ljelegri hluti verkamanna leitaði sjer atvinnu hjer. Sá möguleiki gæti verið, að atvinnuleysi væri erlendis, og er verkamönnum þá ekki láandi, þótt þeir leiti sjer þar atvinnu, sem hana er að fá, þótt lágt kaup sje í boði og þótt í framandi landi sje, hafi þeir aðeins í sig og á.

Jeg geri líka ráð fyrir, að atvinnurekendur sjeu svo hagsýnir, að þeir taki ekki úrkast verkamanna, nema þeir fái skaðann af afkastaleysi þeirra bættan með kaupgjaldsmismun.