14.05.1926
Sameinað þing: 7. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 335 í D-deild Alþingistíðinda. (3094)

121. mál, þúsund ára hátíð Alþingis

Jón Baldvinsson:

Það hefir nú sýnt sig, að Framsóknarflokkurinn hefir tekið nokkra íhaldsmenn nauðuga á lista og kosið þá í þessa nefnd. Hæstv. forseti (JóhJóh) hefir nú beiðst undan kosningu, vegna þess, að hann var ekki að spurður, og treystir sjer ekki til þess að starfa í svo umfangsmikilli nefnd.

Það er alveg auðsætt, að gefa á hæstv. forseta (JóhJóh) lausn og kjósa nýjan mann í hans stað. Hefði auðvitað verið best, að þingflokkarnir hefðu getað komið sjer saman um þetta. En þar sem svona er komið, liggur ekki annað fyrir en að kjósa einn mann í nefndina í stað hins, sem úr gekk. Ef það verður ekki gert, er ekki hægt að framfylgja till., því að Alþingi á að kjósa í nefndina, en ekki stjórnin.