08.04.1926
Sameinað þing: 4. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 408 í D-deild Alþingistíðinda. (3133)

73. mál, kröfur til trúnaðarmanna Íslands erlendis

3133Jakob Möller:

Jeg vil aðeins gera það að tillögu minni, að þessari þáltill. verði vikið frá umr. með svohljóðandi rökstuddri dagskrá:

Með því að Alþingi telur óþarft að bera fram ályktun um jafnsjálfsögð atriði og tillagan ræðir um, og það beri að skoða sem óskráð lög að vanda sem best val á trúnaðarmönnum landsins, tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá.