09.03.1926
Neðri deild: 26. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 865 í B-deild Alþingistíðinda. (314)

11. mál, raforkuvirki

Atvinnumálaráðherra (MG):

Það er rjett hjá hv. 2. þm. Reykv. (JBald), að hann vill nú breyta frv. í það horf, sem það var þá er það kom frá stjórninni. En þótt svo sje, finst mjer breyting Ed. ekki svo mikils verð, að rjett sje að hrekja málið milli deilda með því að gera á því breytingar að nýju hjer í deildinni. Mjer er kunnugt um það, að sumstaðar eru sveitir að kikna undir raforkustöðvunum og yrðu fegnar að losna við þær. En þótt komið geti fyrir, að sveitarfjelög eða bæjar vilji fá raforkuvirki til umráða, þá má ekki heldur gleyma hinu, að sá, sem byrjar á slíku fyrirtæki, hefir lagt fje sitt í hættu, og því er ef til vill tæpast rjett, að einkaleyfið sje hægt að taka af þeim á öðru eða þriðja ári. Að vísu mætti segja, að það sje ekki alósanngjarnt, þar sem fult endurgjald á að koma fyrir.

Af þessum ástæðum mun jeg greiða atkvæði á móti brtt.