08.04.1926
Sameinað þing: 4. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 438 í D-deild Alþingistíðinda. (3150)

73. mál, kröfur til trúnaðarmanna Íslands erlendis

Jakob Möller:

Hv. flm. (JJ) sagði í fyrstu ræðu sinni, að með því að samþykkja rökstudda dagskrá í þessu máli væri brotinn á bak aftur þjóðarviljinn. Þetta hefir hann nú árjettað aftur. Jeg vil því benda hv. þm. á, hvað sú till. til dagskrár, sem hjer liggur fyrir, segir. Hún segir það berum orðum, að það sjeu óskráð lög, að vanda skuli sem best valið á sendimönnum ríkisins. Jeg fæ því ekki skilið, að með þessari rökstuddu dagskrá sje neinn þjóðarvilji brotinn á bak aftur, heldur sje hann enn frekar undirstrikaður en áður.