19.04.1926
Efri deild: 54. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 564 í D-deild Alþingistíðinda. (3182)

101. mál, byggingarstíll prestssetursins á Bergþórshvoli

Sigurður Eggerz:

Það er aðeins lítil aths., sem jeg ætla að gera. Mjer finst, að hjer sje aðalatriðið, hvort þingið vill leggja einhverja rækt við þennan stað, sem er einhver frægasti sögustaður á okkar landi, og jeg er viss um, að flestar aðrar þjóðir mundu gera það í okkar sporum. Ef það er meiningin með þessari till., sje jeg ekkert á móti því að samþ. hana.

Eins og prófasturinn, hv. 1. þm. Rang. (EP), rjettilega tók fram, getur presturinn vitanlega ekki lagt í sjerstakan aukakostnað af þeim ástæðum, að um frægan sögustað er að ræða. En ef þingið lítur svo á, að það sje þess vert, á það að gera ráðstafanir til þess, að hlynt verði að þessum stað með einhverju framlagi úr ríkissjóði.