19.04.1926
Efri deild: 54. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 568 í D-deild Alþingistíðinda. (3188)

101. mál, byggingarstíll prestssetursins á Bergþórshvoli

Forsætisráðherra (JM):

Það er alveg rjett athugað hjá hv. þm. (SE), að ef um slíkt væri að ræða, þá þarf til þess sjerstaka heimild. En um þetta er nú ekki verið að ræða. Jeg er ekki heldur sammála hv. 1. landsk. (SE) um, að Bergþórshvoll sje neitt frægari sögustaður en margir aðrir. (SE: En þar þarf að byggja upp). Já, það er alveg rjett, en það þarf víðar að byggja upp á frægum sögustöðum.

Hvað ferðamenn snertir, þá munu færri koma að Bergþórshvoli en á marga aðra sögustaði, því að hann er afskektari en margir aðrir. Ef byggja ætti upp á sögustöðum, þá stæði Hlíðarendi nær, meðal annars af því, að þangað koma fleiri ferðamenn. Annars er ekki nein ástæða til að vera að tala um þetta hjer, því það liggur ekki fyrir.