29.03.1926
Neðri deild: 43. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 148 í B-deild Alþingistíðinda. (32)

1. mál, fjárlög 1927

Árni Jónsson:

Það eru aðeins örfá orð í þetta sinn. Jeg er flm. ásamt hv. samþm. mínum að brtt. XIII. á þskj. 230. Hún fer fram á að hækka liðinn til brúargerða úr 200 þús. upp í 224 þús. kr., og er ætlast til þess, að hækkunin fari til brúargerðar á Selá í Vopnafirði. Höfum við flm. talað við vegamálastjóra viðvíkjandi þessari brtt., og kvaðst hann alls ekki mundu leggjast á móti henni, þar sem þessi brú væri líka í 1. kafla vegalaganna, og væri aðeins tímaspursmál, hvenær hún yrði bygð. Taldi hann, að ef hún yrði ekki tekin upp í fjárlögin 1927, mundi verða veitt til hennar á næsta þingi.

Heyrst hefir, að vegamálastjóri segði, að í þessum 200 þús. kr. væri innifalin upphæð þessi, sem ætluð er til brúargerðar á Selá. Vil jeg skjóta því til hæstv. atvrh. Og ef svo er, þá er vitanlega þessi tillaga óþörf, og munum við þá taka hana aftur. En við höfðum skilið það svo, að upphæðin til þessarar brúargerðar fælist ekki í þessum lið, og þess vegna bárum við fram brtt. Þessi brú er á aðalleiðinni milli Norður- og Austurlands, og er því mjög fjölfarin.

149 Lagafrumvörp samþykt. 150 Fjárlög 1927 (2. nmr. í Nd.).

Þar að auki er hún á aðalpóstleið síðan 1923.

Kunnugir vita, að vatnsfall þetta, Selá, er mjög slæmt yfirferðar. Er hún aðeins reið um hásumar, en getur þó jafnvel þá orðið ófær, ef rigningar eru miklar, sökum þess að botninn er mjög slæmur. Þarna norðurfrá eru mjög margir bæir, og því afarmikil umferð yfir hana, sjerstaklega þeirra manna, er ætla til Langaness eða yfirleitt til Norðurlandsins. Þess vegna er sjálfsagt, að þarna komi brú; og verður mönnum þar exstra ekki láð, þótt þeir sjeu orðnir nokkuð langeygðir eftir þessari samgöngubót. Enda hefi jeg ekki verið svo á þingmálafundi þar, að ekki kæmi Selárbrúin til umræðu. Enda má þetta mál ekki lengur bíða.

Hingað til hefir lítið verið gert fyrir sveit þessa í þessum sökum, og menn eru ekki heimtufrekir þar eystra. Jeg held, að ef þeir mættu búast við því á næstu 1020 árum, að gerðar yrðu hjá þeim allar þær vegabætur, sem nú er búið að gera í þeim hjeruðum, þaðan sem háværastar kröfur koma nú í þessum efnum, ef þeir hefðu nú brýr og bílvegi, þá mundu ekki heyrast frá þeim miklar kröfur á næstu árum.

Jeg vona, að jeg þurfi ekki að mæla frekar með þessari brtt. og bið þess, að hv. nefnd og hv. þd. taki henni vel. Vil jeg skírskota til allra þeirra, er farið hafa yfir þessa á. að ekki megi telja vansalaust, að hún verði lengur óbrúuð látin.

Út af því, sem háttv. þm. N.-Ísf. (JAJ) sagði, að engin skýrsla hefði komið um rekstur Lagarfljótsbátsins síðasta ár, og það hefði jafnvel heyrst, að hann hefði alls ekki verið rekinn, þá vil jeg geta þess, að það er alger missögn, að hann hafi ekki verið rekinn. En hitt má satt vera, að engin skýrsla sje komin fyrir þetta ár. Er sjálfsagt að benda útgerðarmönnum bátsins á það, svo þeir gæti þess framvegis, að skýrslur þessar sjeu í lagi, en eigi ekki á hættu að missa styrksins vegna vantandi skýrslna.