28.04.1926
Efri deild: 61. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 578 í D-deild Alþingistíðinda. (3206)

107. mál, mæling á siglingaleiðum

Flm. (Jónas Jónsson):

Það væri ósanngjarnt að segja, að hæstv. atvrh. (MG) hafi tekið þessari till. illa. Hann hefir tekið skynsamlega í málið, og það er mikið gleðiefni, ef hægt verður að nota innlenda krafta til að framkvæma þetta verk. Eftir því, sem mjer hafa sagt siglingafróðir menn, er það ekki svo mjög mikið, sem vel mentaður skipstjóri þarf að nema í viðbót, til þess að geta leyst svona verk af hendi, og jeg vona, að skipstjóri nýja strandvarnarskipsins geti unnið þetta í tæka tíð. Að því er snertir skoðun Snæbjarnar frá Hergilsey, þá höfum við þar báðir á rjettu að standa. Hann mun líta svo á, að hægt sje að sigla um norðanverðan Breiðafjörð, en hyggur á hinn bóginn, að það muni verða dýrt og tafsamt.

Sumir halda, að hægt muni að koma á 3–4 staði, en úr því verður auðvitað reynslan að skera. Jeg er ánægður með undirtektir hæstv. atvrh. og vona, að bráðum komist á innlend mæling.