04.05.1926
Neðri deild: 69. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 585 í D-deild Alþingistíðinda. (3218)

107. mál, mæling á siglingaleiðum

Atvinnumálaráðherra (MG):

Mjer er það fullkomlega ljóst, að ekki er hægt að binda skipið um langan tíma við slík störf, en það er þó til bóta, að skipstjórinn læri þetta, svo að skipið geti unnið að þessu, ef það þarf ekki að gæta strandvarna annarsstaðar, og svo er líka gott, að hann kunni þetta, til þess að geta kent öðrum, þótt hann geti ekki unnið að því sjálfur. En svo höfum við líka vitabátinn, sem gæti framkvæmt þetta verk. Auðvitað er ekki meiningin, að skipið framkvæmi þetta verk stöðugt, því að það á fyrst og fremst að vera strandvarnarskip, en það getur vitanlega fengist við það í hjáverkum.