04.05.1926
Neðri deild: 69. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 588 í D-deild Alþingistíðinda. (3222)

107. mál, mæling á siglingaleiðum

Atvinnumálaráðherra (MG):

Það bæta sjálfsagt allir við þessa till., sem eiga kjördæmi, er liggja að sjó. En viðvíkjandi því, sem hv. þm. N.-Þ. (BSv) sagði um Leirhöfn, vil jeg geta þess, að jeg hefi von um það, að hægt muni verða að mæla upp höfnina þar í sumar, vegna þess, að það er tiltölulega lítið verk, en hitt sjá allir menn, að það er ekki til neins að hnýta svo miklu aftan í till. Það verður til þess að gera hana þýðingarlausa. En jeg skal auðvitað reyna að hafa áhrif á, hvort sem þess verður langt eða skamt að bíða, að byrjað verði á því, sem nauðsynlegast er, og þar verða þeir menn kvaddir til ráða, sem helst bera skyn á slíkt. Að öðru leyti sje jeg ekki ástæðu til að lengja umr. um þetta, vil aðeins geta þess, að jeg held, að það sje alveg eins góð leið að skrifa stjórninni um svona mál eins og að vera að samþykkja það í þáltill.