04.05.1926
Neðri deild: 69. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 593 í D-deild Alþingistíðinda. (3230)

107. mál, mæling á siglingaleiðum

Atvinnumálaráðherra (MG). Jeg hefi ekki beðið um, að málinu sje vísað til stjórnarinnar. Hv. þdm. um það. Og mjer stendur alveg á sama, hvort sú till. verður samþ. eða ekki. Það verður ekki gert meira en hægt er í þessu efni. Það er því ekki hægt að knýja fram nein loforð frá mjer með dulbúnum hótunum um að greiða atkv. gegn því að vísa málinu til stjórnarinnar. Jeg læt mjer í ljettu rúmi liggja, hvað samþ. verður. Um Leirhöfn er það að segja, að þar eru mælingar lengra á veg komnar en annarsstaðar og kosta minna en aðrar uppmælingar. Hinsvegar sje jeg ekki ástæðu til að gefa loforð í eina nje neina átt. Að framkvæmdum þessum verður unnið svo skjótt sem kostur er, og í þeirri röð, sem stjórninni og trúnaðarmönnum hennar kemur saman um. Þess vegna er mjer sama, hvort till. verður vísað til stjórnarinnar eða ekki.