11.05.1926
Neðri deild: 76. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 659 í D-deild Alþingistíðinda. (3290)

120. mál, færsla póstafgreiðslustaðar

Atvinnumálaráðherra (MG):

Hv. flm. (IngB) mintist aftur á þessi skjöl. Jeg segi það alveg eins og er, að jeg minnist ekki að hafa lesið þau. Það kann að vera, að aðalpóstmeistari hafi haft þau við, þegar hann talaði við mig, en jeg get ekki munað eftir, að jeg hafi lesið þau. Aðalpóstmeistari hefir venjulegast ráðið slíkum málum sem þessu, en hinsvegar ræðir hann málin oft við atvrh., því að eins og hv. flm. veit, heyrir aðalpóstm. beint undir atvrh., en ekki undir ráðuneytið. Hv. flm. kvartar yfir drætti á þessu, en jeg veit ekki, hvort ástæða er til þess, því að mjer skilst, að sýslunefndin geri ráð fyrir enn lengri drætti. Mjer finst ekki hægt að saka mig um drátt, þar sem hlutaðeigandi hjeraðsstjórn leggur til að draga málið enn meira.