10.05.1926
Neðri deild: 75. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2408 í B-deild Alþingistíðinda. (3394)

Málshöfðun gegn þingmanni

Forseti (BSv):

Nú á síðari árum er aðeins eitt fordæmi til um slík mál sem þetta, og er það frá þinginu 1918. En þá var það utanþingsmaður, sem vildi fá leyfi til þess að höfða mál gegn hæstv. forsrh. (JM). Nú er svo háttað samkvæmt þingsköpum, að ekkert mál má taka upp nema einhver þm. sje flm. Þá var það, að hæstv. forsrh. (JM) tók sjálfur upp kröfuna um heimild til málssóknar á hendur sjer, eins og háttv. þm. Str. (TrÞ) nú.

En hjer víkur að því leyti annan veg við, að sá, er telur sig meiddan (hæstv. fjrh.), er sjálfur þingmaður, og hafði jeg því búist við, að hann sjálfur mundi flytja málið hjer í deildinni. — Vil jeg því skjóta því til hæstv. fjrh., hvort hann óski, að mál þetta verði nú tekið til meðferðar, eða jeg taki það á dagskrá næsta fundar, eins og jeg hafði hugsað mjer að gera.