14.05.1926
Sameinað þing: 7. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2421 í B-deild Alþingistíðinda. (3423)

Kosningar

Jón Baldvinsson:

Út af spurningu hæstv. forseta (JóhJóh) til hæstv. forsrh. (JM) vildi jeg benda á það, að þáltill. mín gerir ráð fyrir fleiri mönnum í nefndina en nú er, og er því rjettara að fresta málinu, þó ekki verði það tekið út af dagskrá.

Það er nú orðið altítt, ef hraða þarf máli, að halda fundi hvern á fætur öðrum og veita afbrigði frá þingsköpum. Jeg veit t. d. ekki betur en að Nd. þurfi í dag að halda minst tvo fundi og knýja í gegn mál, er afbrigða þarf til. Þetta er algeng regla, þótt ekki sje hún góð. Jeg vildi því mælast til þess við hæstv. forseta, að hann noti vald sitt og taki nefndarkosninguna út af dagskrá, og setji síðan nýjan fund og taki þar þáltill. mína til meðferðar, þó að ekki fylgi áskorun frá 9 mönnum.