14.05.1926
Sameinað þing: 7. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2423 í B-deild Alþingistíðinda. (3428)

Kosningar

Forseti (JóhJóh):

Fram hefir komið ósk um, að beitt verði hlutfallskosningu og þykir mjer rjett að verða við þeirri beiðni. Hverjum þingmanni er vitanlega frjálst að koma fram með lista, en afhenda verður þá skriflega.

Forseta bárust tveir listar. Á öðrum, er hann merkti A, var Klemens Jónsson, en á hinum, er merktur var B, var Guðmundar Björnson landlæknir. Þm. N.-Þ. tók þá aftur tillögu sína.

Forseti lýsti því rjett kjörna í orðunefnd án atkvgr.:

Klemens Jónsson alþm. og Guðmund Björnson landlækni.