09.02.1926
Efri deild: 2. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2424 í B-deild Alþingistíðinda. (3430)

Símanot þingmanna

V. Símanot þingmanna.

Á 2. fundi í Ed., þriðjudaginn 9. febr., og á 2. fundi í Nd., s. d., skýrðu deildaforsetar frá að forsetar allir í sameiningu hefði ákveðið að láta þingmönnum heimil símanot um þingtímann til heimila sinna og annað þangað, er þeir sem þingmenn þyrftu að nota síma, þó svo, að símanot hvers einstaks þingmanns mættu ekki fara fram úr 150 krónum.