09.02.1926
Neðri deild: 2. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2424 í B-deild Alþingistíðinda. (3431)

Símanot þingmanna

Þess bæri ennfremur að gæta:

1. Alþingi greiði kostnaðinn beint til landssímans, ef þingmenn tali frá símum þingsins eða landssímastöð Reykjavíkur enda segi þeir símaþjónum jafnan til nafns síns.

2. Ef þingmenn tali frá heimilum sínum hjer í bænum, greiði þeir kostnaðinn sjálfir landssímanum, en fái hann síðan endurgreiddan frá Alþingi, þó því aðeins, að þeir sanni reikning sinn með kvittunum landssímans.

3. Þingmenn megi ekki senda á kostnað Alþingis símskeyti, er varða verslunarviðskifti þeirra, atvinnurekstur eða önnur þau málefni, sem eru þingstörfum þeirra óviðkomandi.

Sjeu þingmenn kvaddir til símtals frá símastöð utanbæjar, sje ekki heimilt að telja þau símtöl Alþingi til skuldar.