04.03.1926
Neðri deild: 22. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 73 í D-deild Alþingistíðinda. (3486)

53. mál, tilfærsla á veðrétti ríkissjóðs í togurum

Þórarinn Jónsson:

Jeg bjóst við þessu svari, að líkur væru fyrir því, að fjelagið rjetti sig við á vertíðinni. En hvernig á jeg að koma þessu heim við horfurnar, sem nú eru fyrir sjávarútveginum? Jeg hefi aldrei heyrt annað en það, að gengið og fallandi verðlag hafi orsakað það, að tap varð undantekningarlaust alstaðar. Hvernig á jeg að koma þessu heim og saman? Ef hægt væri að sýna fram á það með einhverjum líkum, að fjelagið hagnaðist á þessu ári, þá er ekkert við þessu að segja. En eftir því sem útlitinu er lýst, þá virðist mjer engin hugsanleg leið til þess. Og þá finst mjer þetta umstang í raun og vera hafa ekkert að þýða.