02.03.1926
Neðri deild: 18. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 888 í B-deild Alþingistíðinda. (358)

14. mál, áveita á Flóann

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg get lýst yfir því út af orðum hv. þm. Borgf. (PO), að jeg átti ekki við járnbrautarmálið í sambandi við Flóaáveituna, því að það er of stórt mál til þess, að því sje hnýtt aftan í annað mál.

Þar sem hv. þm. (PO) talaði um, að vegirnir um áveitusvæðið ættu fremur að vera hreppa- en sýsluvegir, þá get jeg ekki gerla dæmt um það, vegna ókunnugleika, en jeg veit, að vegirnir munu liggja um marga hreppa og tel því rjettara, að það sjeu sýsluvegir.

Jeg skal ekki fara að spá neinu um framtíð áveitunnar, en vona, að hún reynist vel. Þetta er framtíðarmál, og reynslan — þótt lítil sje — virðist gefa góðar vonir um gagnsemi þess.