12.03.1926
Efri deild: 26. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 916 í B-deild Alþingistíðinda. (407)

12. mál, kynbætur hesta

Eggert Pálsson:

Hv. 1. þm. Eyf. heldur fast við sína brtt. og jeg við brtt. nefndarinnar. Hv. deild verður því að skera úr, hvor þeirra verður samþykt. Viðvíkjandi því, að kynbótanefnd skuli vera í hverjum hreppi, sje jeg ekki, að það geri neitt til, en þar sem ákveðið er, að velja skuli til undaneldis hæfilega marga hesta innanhrepps, kemur það ekki til mála, ef enginn er hesturinn. Þá verður að leita til annara hreppa. (EÁ: Þetta er misskilningur). Nei, það verður að beita þessu eins og sakir standa í hvert sinn. En að ekki muni vera unt fyrir menn að koma sjer saman, virðist mjer mjög svo undarlegt, en hinsvegar efa jeg ekki umsögn háttv. 1. þm. Eyf. Annars er ljóst, að ef hans brtt. er samþykt, er um leið loku fyrir það skotið, að menn eigi nokkurn hlut við að koma sjer saman, eða gera hrossakynbótasamþyktir.

Ekki veit jeg, hvað hinn fjarverandi frsm. hefir sagt um brtt. hv. 1. þm. Eyf., en jeg veit, að nefndin í heild sinni hefir ekki getað fallist á hana.