12.03.1926
Efri deild: 26. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 919 í B-deild Alþingistíðinda. (411)

12. mál, kynbætur hesta

Guðmundur Ólafsson:

Jeg geri ráð fyrir, að það sje rjett skýrt hjá hæstv. forsrh., að hjer sje átt við eigendur graðhesta. En þá vil jeg skjóta því til hv. nefndar, hvort henni finnist ekkert athugavert við það, að kynbótanefndin þurfi að fara eftir samkomulagi við eigendur graðhesta um það, hvort hún fái hesta kynbótahestinn eða ekki. Gæti jeg þá hugsað, að lítið gagn yrði að þessum lögum. Mætti vera skýrara orðalag um þetta atriði. Og að mínu áliti á hrossakynbótanefnd að hafa vald til að taka hvern þann hest, sem hún vill.