15.03.1926
Efri deild: 28. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 927 í B-deild Alþingistíðinda. (426)

12. mál, kynbætur hesta

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg vil leiðrjetta misskilning hjá hv. 3. landsk. (JJ). Hann gætir þess ekki, að í öllum frv. stjórnarinnar, sem fjalla um kosningarrjett og kjörgengi í sveitarmálum, er gert ráð fyrir því, að konur hafi rjett til að skorast undan kosningu. En hitt er líka víst, að engin nauðsyn er á því, að það gildi sama regla um kosning í kynbóta nefnd og t. d. hreppsnefnd. Þetta tvent er svo óskylt, og því sje jeg ekkert á móti því, þó brtt. hv. 1. þm. Eyf. sje samþykt. Það er auðvitað sagt í gamni, þegar háttv. 1 landsk. var að tala um rjettindamissi fyrir kvenþjóðina í þessu sambandi. Þvert á móti; það er rjettindaauki að mega skorast undan því, sem maður vill ekki taka að sjer.