15.03.1926
Efri deild: 28. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 928 í B-deild Alþingistíðinda. (427)

12. mál, kynbætur hesta

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg held nú reyndar, að það standi nokkuð á sama; hvernig fer með þessar brtt. hjer í háttv. deild. Jeg ber svo gott traust til hv. Nd., að jeg vona, að hún lagi þann galla, sem í þessari hv. deild var settur inn í sveitarstjórnarlagafrv., sem sje þann, að neyða konur til þess að eiga sæti í hreppsnefnd eða bæjarstjórn, þó það sje þeim þvert um geð. Jeg þykist viss um það, að hv. Nd. muni meta konur svo mikils, að hún vilji ekki láta þvæla þeim nauðugum út í kynbótanefndum og hreppsnefndum. Jeg vona því fastlega, ef illa fer, þá verði það lagað í hv. Nd.