10.04.1926
Efri deild: 47. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 935 í B-deild Alþingistíðinda. (441)

12. mál, kynbætur hesta

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg hefi ekkert á móti því, að málið sje tekið út af dagskrá til frekari athugunar fyrir þá, sem ekki hafa haft tíma til að átta sig á því. En jeg vildi aðeins benda á, að það hefir oft komið fyrir, að framhaldsnefndarálit hafi ekki verið prentuð, þegar um litlar breytingar hefir verið að ræða, svo að það er ekki verið að innleiða neinn nýjan sið að þessu leyti.

Annars lít jeg svo á, að brtt. um það atriði í 2. gr., sem hv. 1. landsk. (SE) mintist á, geti naumast komist að eftir þingsköpunum, þar sem það er búið að vera hjer til atkvæða, svo að þess vegna virðist ekki ástæða til að taka málið af dagskrá.