10.04.1926
Efri deild: 47. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 938 í B-deild Alþingistíðinda. (446)

12. mál, kynbætur hesta

Frsm. (Ágúst Helgason):

Jeg set mig ekki á móti því, að málið sje tekið út af dagskrá. En mig furðar það kapp, sem á þetta er lagt, þar sem breytingarnar á frv. eru þannig vaxnar, að jeg skil ekki, að nokkur geti haft á móti þeim. Það er aðeins um eina breytingu að ræða, sem talist gæti efnisbreyting, það, að tvær sveitir megi sameina sig um hrossakynbæturnar. En sem sagt, jeg set mig ekki á móti því, að málið sje tekið út af dagskrá, ef hv. þingdeildarmenn vilja leika sjer með tíma þingsins.