13.04.1926
Efri deild: 49. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 940 í B-deild Alþingistíðinda. (451)

12. mál, kynbætur hesta

Atvinnumálaráðherra (MG):

Mjer skildist á háttv. l. landsk. (SE), að ræða hans hafi verið sprottin af nokkrum orðum, er jeg sagði við fyrri hl. þessarar umr. En jer sje það á því, sem hann las upp, að jeg hefi ekki í fyrri ræðum mínum tekið nógu djúpt í árinni. Þegar um þingsköpin er að ræða, þá er það ekki aðalatriðið, hvort eitthvað ákvæði hefir verið samþykt eða felt, heldur hvort atkvæði hafa verið greidd um ákvæðið. Þegar þingsköpin tala aðeins um atriði, sem hafi verið felt, þá er það vegna þess, að hættast er við og það er venjulegast, að reynt sje að fá atkvæði um þau aftur. En það verður að nota þetta ákvæði þingskapanna „analogiskt“ um samþykt atriði; annars væri enginn endir á atkvæðagreiðslum hjer á þingi. Annars er það forseta að skera úr um þingsköp, og jeg læt mig einn gilda, hvort umrædd tillaga kemur til atkvæða eða ekki.