13.04.1926
Efri deild: 49. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 949 í B-deild Alþingistíðinda. (462)

12. mál, kynbætur hesta

Forseti (HSteins):

Jeg vil geta þess, út af því, er hv. 1. þm. Rang. (EP) nú ljet um mælt, að tekið hefði verið mál á dagskrá að nefnd fornspurðri, að hvorki forseta nje skrifstofustjóra ber skylda til að spyrja nefndir, hvenær mál beri að taka á dagskrá, eða bíða eftir útkomu á nál. Skrifstofustjórinn skýrði hv. frsm. landbn. (ÁH) frá því, að hann hefði í hyggju að setja þetta mál á dagskrá, og fjekk það svar, að við það væri ekkert að athuga. (ÁH: Þetta er rjett; jeg var spurður og svaraði þessu).