15.04.1926
Neðri deild: 54. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1045 í B-deild Alþingistíðinda. (557)

20. mál, bankavaxtabréf

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg vil þakka hæstv. fjhn. fyrir undirtektir hennar og afgreiðslu að því er kemur til þessa máls. Og jeg vil fastlega mæla með því, að till. á þskj. 274 verði samþykt. Það hefir orðið niðurstaðan eftir mjög ítarlega yfirvegun, að sú leið, sem þar er orðuð til þess að tryggja sölu brjefa næstu veðdeildarflokka, eftir því sem þarf fyrst um sinn til þess að fullnægja nokkurnveginn eftirspurninni, sje eina færa leiðin eins og nú stendur, og jeg býst við því, að ekki verði haft neitt á móti þessu af fjárhagsástæðum, því þetta er aðeins endurtekning á því, sem gert var áður á þeim tíma, þegar allir viðurkenna, að fjármálastjórn landsins hafi verið hin gætilegasta, þegar keypt voru brjef 3. flokks veðdeildar.