26.03.1926
Neðri deild: 41. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1049 í B-deild Alþingistíðinda. (571)

70. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Jeg get upplýst hæstv. forsrh. um það, að frv. kom fram í fyrra; því var útbýtt hjer í deildinni 7. apríl og var þskj. 313. Jeg er viss um, að það var ekki um þessa menn, sem hjer ræðir um, heldur voru það alt aðrir, sem nefndin flutti frv. um samkvæmt umtali við hæstv. forsrh. (JM). Þegar hæstv. forsrh. ásakar allshn. þá, sem sat í fyrra, þá ásakar hann einnig þessa árs nefnd, því í henni eru nú 3 menn hinir sömu, sem þá áttu þar sæti. Það er alls ekki rjettmætt að ásaka nefndina og tala um ósæmilega meðferð hennar á þessu máli; nefndin rökstuddi aðferð sína þá, og hæstv. forsrh. hefir heldur ekki í þetta sinn komið með frv. um þessa sömu menn. Þeir hafa heldur ekki sótt um þetta aftur; hafa líklega ekki treyst til þess. Hæstv. forsrh. hefir engin ný skjöl lagt fram í máli þessu, en þar sent þessir menn, sem nú ræðir um, hafa verið einu ári lengur í landinu, þá er dálítið meiri ástæða til að veita þeim þennan rjett nú.