29.03.1926
Neðri deild: 43. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1054 í B-deild Alþingistíðinda. (578)

70. mál, veiting ríkisborgararéttar

Forsætisráðherra (JM):

Jeg veit nú ekki, hvort jeg get verið hv. 1. þm. Árn. (MT) þakklátur fyrir afskifti hans af frv. stjórnarinnar í fyrra um veiting ríkisborgararjettar, og efast um hollustu hans þar. Jeg hefi ekki heyrt, að hinum umrædda manni hafi verið borið neitt ósæmilegt á brýn, svo að þess vegna held jeg, að ekki þurfi að neita honum um ríkisborgararjett hjer. Annars læt jeg algerlega liggja milli hluta, hvernig hv. deild fer með þetta atriði; jeg hefi aðeins álitið rjett að benda á það, sem jeg sagði um dálítið breyttar kringumstæður, en hitt get jeg ekki tekið undir með hv. 1. þm. Árn., að það sje í þessu tilfelli neitt á móti því, að einstakir þm. beri svona brtt. fram, úr því að maðurinn var tekinn upp í stjórnarfrumvarp í fyrra.