29.03.1926
Neðri deild: 43. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 249 í B-deild Alþingistíðinda. (58)

1. mál, fjárlög 1927

Sigurjón Jónsson:

Það eru aðeins örfá orð til þess að þakka hv. fjvn. undirtektir þær, er hún hefir sýnt kvenfjelaginu Ósk á Ísafirði. Jeg þykist ekki þurfa að mæla með styrkbeiðninni. Það sýnir, hve sanngjörn tilmælin eru, að fjvn. hefir í einn hljóði tekið þau til greina. Styrkurinn, sem fjelagið fór fram á, var að vísu nokkru hærri, en jeg sje þó ekki ástæðu að gera brtt. við brtt. nefndarinnar; geri mig eftir atvikum ánægðan með hana. Jeg þarf ekki að taka það fram, jeg hefi svo oft gert það áður, að jeg álít, að sá styrkur, sem veittur er til húsmæðraskóla, sje einhver besti styrkur, sem Alþingi veitir til menningar í landinu. Ef ungar stúlkur eru gerðar færari um það að verða góðar húsmæður, þá vita allir hv. þm., að það ber góðan ávöxt í okkar þjóðfjelagi. Jeg hefi haft ástæðu til að láta það í ljós áður, að konur þær, sem standa að skólanum á Ísafirði, hafa sýnt mikla fórnfýsi. Þær hafa varið miklum tíma, fyrirhöfn og fje til þess að halda honum uppi. Skólinn er líka í ágætu lagi og undir góðri stjórn. Jeg vildi um leið og jeg get þessa mega ljá till. frá háttv. þm. V.-Sk. (JK), sem svipuð er þessari, fylgi mitt. Jeg er ekki í miklum vafa um, hvernig mitt atkvæði fellur um þá brtt.

Jeg sje ekki ástæðu til þess að tala um brtt. mína á þskj. 230,XXVIII, um styrk til hafnarbóta á Ísafirði. Um hana var talað við fyrri kaflann. Jeg vil bara þakka hv. deild góðar undirtektir, sem komu fram í samþykt annarar systurbrtt. á sama þskj.