30.04.1926
Efri deild: 63. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1060 í B-deild Alþingistíðinda. (588)

70. mál, veiting ríkisborgararéttar

Jóhann Jósefsson:

Jeg vildi mælast til þess, að þetta mál væri tekið af dagskrá til næsta fundar, vegna þess, að jeg hefi heyrt, að það gæti verið dálítið vafamál með 3. liðinn, hvort rjett væri að samþykkja hann; en þar sem þessu hefir, mjer vitanlega, ekki verið hreyft fyr en nú, hefi jeg ekki átt kost á að koma með athugasemd um það.