30.04.1926
Efri deild: 63. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1063 í B-deild Alþingistíðinda. (596)

70. mál, veiting ríkisborgararéttar

Jóhannes Jóhannesson:

Nefndin er í sjálfu sjer ekkert á móti því, að málið verði tekið út af dagskrá að þessu sinni, því að það er enn nægur tími til að afgreiða það. Það eitt er athugavert, þegar svo mjög er liðið á þingtímann, að vera að tefja tímann með frestun á afgreiðslu mála, sem svo hann að reynast alveg ónauðsynleg.