30.04.1926
Neðri deild: 66. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1069 í B-deild Alþingistíðinda. (616)

85. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Jón Kjartansson):

Jeg stend aðeins upp til að lýsa því yfir fyrir hönd allshn., sem hefir haft mál þetta til meðferðar, að hún hefir ekkert fundið við það að athuga, og leggur því til, að það fái greiðan gang gegnum deildina. Frv. þetta er komið frá stjórninni og fylgir því ítarleg greinargerð, sem jeg býst við, að allir hv. deildarmenn hafi kynt sjer, og nægir því að vísa til hennar.

Aðalefni þess er að samræma lögin um ríkisborgararjett við samskonar löggjöf á Norðurlöndum.

Nefndin hefir flutt eina brtt. við frv., og er það aðeins orðabreyting. Efri deild hafði og gert svipaða brtt. v ið 6. gr., og hefir því líklega skotist yfir þetta.

Legg jeg svo til, að frv. verði samþykt.