19.04.1926
Neðri deild: 57. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1073 í B-deild Alþingistíðinda. (630)

2. mál, fjáraukalög 1924

Frsm. (Jakob Möller):

Jeg hefi ekki umboð frá fjhn. til þess að áfellast hæstv. stjórn fyrir þessar greiðslur. Jeg greiddi sjálfur atkvæði með hækkuninni á ríkisráðskostnaðinum í fjárlögunum 1925. Það er rjett til getið hjá hæstv. fjrh. (JÞ), að það var ekki meining fjhn. að finna að eða áfellast stjórnina fyrir greiðsluna til sambandslaganefndarinnar. En henni fanst upphæðin samt nokkuð há, þótt gert væri ráð fyrir risnu af hálfu íslensku nefndarmannanna.