06.05.1926
Efri deild: 68. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1074 í B-deild Alþingistíðinda. (638)

2. mál, fjáraukalög 1924

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Jeg þarf ekki mikið að segja viðvíkjandi þessu frv. Nefndin hefir athugað það og borið saman við landsreikningana. Einnig hefir hún athugað breytingar þær, sem fram komu í hv. Nd., og telur þær rjettar vera. Viðvíkjandi þessum 8400 kr., sem fjáraukalögin voru hækkuð við þá breytingu. sá nefndin ekki annað en að sú upphæð væri á fullum rökum bygð. Hefi jeg svo ekki meira að segja, en geri ráð fyrir, að óhætt sje að samþykkja frv.