21.04.1926
Neðri deild: 59. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1078 í B-deild Alþingistíðinda. (649)

4. mál, landsreikningar 1924

Frsm. (Jakob Möller):

Jeg þakka hæstv. fjrh. fyrir góð og gild svör. Í sjálfu sjer er ekkert að athuga við þessar færslur annað en það, sem hæstv. fjrh. tók fram um greiðsluna til Eiðaskólans, að hana bæri að færa með öðrum lánum. Greiðslan fyrir „Borg“ er auðvitað heldur ekki beinlínis eftir lögunum um kaup á skipum frá 1917. En úr því að búið er að selja „Borg“, þá má þetta svo vera.

Að öðru leyti væntir nefndin þess, að haldið verði áfram framvegis að koma sem flestum færslum af þessari grein og í aðrar greinar, þar sem þær eiga betur heima, svo sem reynt hefir verið undanfarin ár.