06.04.1926
Neðri deild: 46. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1085 í B-deild Alþingistíðinda. (664)

7. mál, fræðsla barna

Forsætisráðherra (JM):

Jeg vil votta háttv. mentmn. þakklæti mitt fyrir meðferðina á þessu frv. Við brtt. hennar hefi jeg ekkert sjerstakt að athuga; þær raska ekki aðalatriði frv. í neinu, en nauðsynlegar eru þær víst ekki.

Brtt. um að ríkissjóður skuli greiða 1/3 kostnaðar við barnaskólabygging, án tillits til þess, hvort fje sje til veitt í fjárlögum, hygg jeg varhugaverða. Jeg geri ekki ráð fyrir, að fjrh. muni telja sig skyldan til að borga meira en veitt er í fjárlögum.

Að öðru leyti þykir mjer ekki ástæða til að orðlengja um brtt. þessar.