06.04.1926
Neðri deild: 46. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1090 í B-deild Alþingistíðinda. (668)

7. mál, fræðsla barna

Forsætisráðherra (JM):

Jeg gleymdi áðan að svara einu atriði hjá hv. frsm. (ÁÁ), þar sem hann talaði um, að þörf væri á nánari ákvæðum í lögum um yfirstjórn fræðslumálanna. Jeg sagði það við l. umr. þessa máls, að mjer hefði komið til hugar að leggja fyrir þingið frv. líks efnis sem það, er milliþinganefndin hafði samið, en hætt þó við það. Það er alveg rjett athugað hjá hv. frsm., að hjer vantar nokkuð í löggjöfina, sem verður að lagfæra áður en langt um líður.

Um brtt. hv. 2. þm. Skagf. get jeg verið fáorður; jeg sje ekki, að hún sje til neinna bóta, en er þó tiltölulega meinlaus.