06.04.1926
Neðri deild: 46. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1091 í B-deild Alþingistíðinda. (670)

7. mál, fræðsla barna

Jón Sigurðsson:

Jeg vil aðeins benda hv. frsm. (ÁÁ) á það, að eftir stjfrv. á fræðslumálastjóri að hafa fulltrúa í skólanefndinni. En það má undarlegt heita, ef fræðslumálastjórinn, sem búsettur er hjer suður í Reykjavík, er færari að dæma um, hvað okkur hentar best norður á landi eða austur á Langanesi, þar sem hann hefir kannske aldrei stigið fæti sínum, heldur en skólanefndin, sem starfar þar á staðnum, og þar á meðal trúnaðarmaður fræðslumálastjóra. Háttv. þm. drap á aðhaldið, en jeg fæ ekki betur sjeð en að nægilega sje sjeð fyrir því.

En með frv. þessu er fræðslumálastjóra frekar fengið of mikið vald en of lítið. en það fer auðvitað alt eftir þeim manni, hvernig hann fer með vald sitt.