06.04.1926
Neðri deild: 46. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1094 í B-deild Alþingistíðinda. (674)

7. mál, fræðsla barna

Fjármálaráðherra (JÞ):

Það er alger misskilningur hjá háttv. þm. (ÁÁ), að stjórnin sje bundin af slíku lagaákvæði sem brtt. fer fram á. Hún áætlar aðeins eftir bestu vitund og skoðun sinni á gjaldþoli ríkissjóðs. Og einmitt þar sem fjárupphæðin er ekki bundin af lögum, hefir stjórnin frjálsar hendur við samning fjárlagafrv. og þingið við afgreiðslu þess. En það verður naumast hægt að segja, að þingið hafi frjálsar hendur um fjárhæðir, sem bundnar eru af löggjöfinni.