06.05.1926
Efri deild: 68. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1121 í B-deild Alþingistíðinda. (698)

7. mál, fræðsla barna

Einar Árnason:

Þessi brtt. er svo ný, að jeg hefi ekki getað áttað mig á henni nje haft tóm til þess að bera hana saman við frv. En í fljótu bragði sje jeg ekki þörf á till., því að jeg hefi ekki fundið hjer nein ákvæði í frv., sem gefi konum rjett til þess að skorast undan kosningu í fræðslunefnd. Þó skal jeg ekki fullyrða, að það kunni ekki að standa í einhverjum öðrum lögum, sem þetta efni snerta. Þætti mjer vænt um, ef hæstv. forsrh. (JM) vildi skýra það fyrir hv. deild, hvort nokkuð slíkt felst í þessu frv.