08.05.1926
Neðri deild: 74. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1124 í B-deild Alþingistíðinda. (705)

7. mál, fræðsla barna

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Jeg skal lýsa því yfir fyrir hönd mentmn., að hún mælir með, að breytingar Ed. verði samþyktar. Auk þess vildi jeg geta þess, að fallið mun hafa burt af vangá úr 32. gr., að með þessum lögum sjeu úr gildi numin lög nr. 36, 19. júní 1922, um breyting á lögum um fræðslu barna, frá 22. nóv. 1907. Þykir ekki taka því að leiðrjetta þessa smávillu, enda veldur hún engum erfiðleikum í framkvæmdinni, því að yngri lög fella úr gildi í eldri lögum þau ákvæði, er koma í bága við þau.